11.5.2007 | 00:03
Keppnin færist austur (kort)
Ég snaraði upp korti sem sýnir landfræðilega skiptingu þeirra sem taka þátt í Eurovision í ár, og skipti kortinu eftir þeim sem gengu að aðalkeppninni vísri (þar með töldum "The Big Four" sem hafa sjálfgefinn þátttökurétt á ári hverju) að ógleymdum þeim sem áunnu sér þátttökurétt í aðalkeppninni næstkomandi laugardag.
Það hefur varla farið fram hjá neinum að kappnin hefur færst austar síðastliðin ár, en nú tók steininn úr! Skiptingin er afskaplega áhugaverð þar sem Slóvenía er "lang vesta" landið sem komst í aðalkeppnina! Ég legg þetta kort fyrir gesti og gangandi, og bið íbúa Georgíu (sem komst áfram!) og Armeníu (höfðu þáttökurétt) forláts á því að lönd þeirra séu ekki inni á kortinu. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu...
Það gerist allavega erfiðara með hverju árinu ætla sér að komast á aðalkeppni Eurovision, þar sem keppnin færist alltaf fjær okkur hérna vestanmegin í Evrópu! ;)
Ísland komst ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið afhverju Ísrael er Evrópu en ekki nágrannalönd eins og Palestína eða Líbanon.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.